Leiðin: Áfangasíða > tannhjól > Meira - Skýrslur
- Farið í tannhjól áfangasíðunnar (í efra hægra horni) og veljið meira neðst í listanum.
.
- Skýrslur koma annað hvort fram undir umsýslu áfanga eða í sérstökum flipa eins og á myndinni fyrir neðan.
Smellið á tiltekna skýrslu. Í boði eru nokkrar mismunandi gerðir sem gefa ólíkar upplýsingar. Ef kennari hefur virkjað skráningu vinnuskila í áfanga kemur skýrsla vegna þess einnig fram hér.
Ef kennari hefur virkjað skráningu vinnuskila í áfanga verða til fleiri skýrslur og þá koma þær fram í sér flipa eins og á myndinni, annars birtast skýrslur undir umsýslu áfanga.
Dæmi
Myndin fyrir neðan sýnir skýrsluna þátttöku í áfanga. Kallaðar voru fram upplýsingar um kaflapróf 1 og hvort nemendur höfðu tekið prófið. Neðst í skýrslunni er boðið upp á að velja tiltekna nemendur og senda þeim skilaboð. Með því að nota Velja öll nei mætti í þessu tilfelli velja nemendur sem ekki hafa tekið prófið og senda þeim skilaboð.

